Fimm heppnir áskrifendur Morgunblaðsins unnu ferð fyrir tvo til Barcelona í dag en þá var dregið í fjórða sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air.
Dregið var út með rafrænum hætti í Hádegismóum og sá Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, um útdráttinn. Vinningshafar voru: Arnfríður Einarsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Eyþór T. Heiðberg, Jóhann Ágúst Hansen og Matthías Kjartansson. Óskar Morgunblaðið og mbl.is þeim innilega til hamingju.
Á næstu vikum eiga áskrifendur Morgunblaðsins möguleika á að hreppa ferð til einhverrar af þeim borgum sem eftir eru í áskrifendaleik Morgunblaðsins og WOW Air. Fjallað verður um hverja borg fyrir sig í Morgunblaðinu á hverjum fimmtudegi meðan á leiknum stendur. San Francisco var fyrsta borgin, og nú er einnig búið að draga út Stokkhólmur Cleveland og Barcelona, en eftir eru Tel Aviv, Detroit, Cincinnati, St. Louis, Dublin og Dallas.