Fimm áskrifendur til Barcelona

La Sagrada Familia, frægasta bygging katalónska arkitektsins Antoni Gaudi er …
La Sagrada Familia, frægasta bygging katalónska arkitektsins Antoni Gaudi er eitt þekktasta kennileiti Barcelona mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Barcelona í dag en þá var dregið í fjórða sinn af tíu úr áskrift­ar­leik Árvak­urs og WOW air. 

Dregið var út með ra­f­ræn­um hætti í Há­deg­is­mó­um og sá Har­ald­ur Johann­essen, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, um út­drátt­inn. Vinn­ings­haf­ar voru: Arnfríður Einarsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Eyþór T. Heiðberg, Jóhann Ágúst Hansen og Matthías Kjartansson. Óskar Morg­un­blaðið og mbl.is þeim inni­lega til ham­ingju.

Á næstu vik­um eiga áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins mögu­leika á að hreppa ferð til ein­hverr­ar af þeim borg­um sem eft­ir eru í áskrif­enda­leik Morg­un­blaðsins og WOW Air. Fjallað verður um hverja borg fyr­ir sig í Morg­un­blaðinu á hverj­um fimmtu­degi meðan á leikn­um stend­ur. San Francisco var fyrsta borg­in, og nú er einnig búið að draga út Stokk­hólm­ur Cleve­land og Barcelona, en eftir eru Tel Aviv, Detroit, Cinc­innati, St. Lou­is, Dublin og Dallas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert