Umskurður brot á réttindum drengja

„Mér var bent á að í lögum væri umskurður stúlkna og kvenna bannaður, en ekki sérstaklega bannaður á drengjum. Mér fannst það mjög merkilegt, í ljósi jafnréttisumræðunnar og yfirlýsingar umboðsmanna barna.“

Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í Morgunblaðinu í dag en hún hefur lagt fram drög að frumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, 218. gr. a. „Hver sem með líkamsárás veldur tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skal sæta fangelsi allt að 6 árum.“ Breytingin sem lögð er til er að orðinu „stúlkubarn“ verði breytt í „barn“ og nái því til drengja og stúlkna.

Skv. upplýsingum frá embætti landlæknis eru umskurðir á drengjum framkvæmdir af læknum, ýmist af læknisfræðilegum eða trúarlegum ástæðum. Ein slík aðgerð er skráð í gagnagrunni embættisins á heilbrigðisstofnun árið 2006, en engin síðan þá. Í tölum frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum eru 13 slíkar aðgerðir á tímabilinu 2010 til 2016 á drengjum undir 18 ára aldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka