Borgarstjóri vantelji kranana

Byggingakranar í miðborg Reykjavíkur.
Byggingakranar í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/​Hari

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir það rangt hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að skortur á byggingakrönum hamli uppbyggingu íbúða.

„Í samtölum okkar við verktaka kemur í ljós að þau ummæli borgarstjóra að það vanti krana og mannskap til að byggja meira standast ekki skoðun. Það vantar hvorki krana né mannskap. Það sem er skortur á eru lóðir. Samtök iðnaðarins skora því á borgarstjóra að birta strax lista yfir lóðir hjá borginni sem eru lausar til úthlutunar og uppbygging getur hafist á. Verktakar munu þá ekki láta sitt eftir liggja,“ segir Sigurður af þessu tilefni.

Dagur lét ummælin falla í kvöldfréttum RÚV í gær: „Áhyggjur okkar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stórum og öflugum verktökum til að takast á við öll þessi verkefni ... Það væri hægt að tvöfalda kraftinn ef það væri nógu mikið af krönum og mannskap til þess að gera það,“ sagði Dagur m.a. Í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður  þetta vera af og frá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka