Fjórir sækjast eftir tilnefningum

Skálholtskirkja.
Skálholtskirkja. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kosning nýs vígslubiskups í Skálholtsumdæmi er hafin að nýju. Fjórir prestar hafa lýst því sérstaklega yfir að þeir sækist eftir tilnefningum, þeir sömu og við fyrra kjörið.

Það eru Axel Árnason Njarðvík, Eiríkur Jóhannsson, Kristján Björnsson og Jón Helgi Þórarinsson.

Kosningin hefst með tilnefningum til embættisins. Aðeins vígðir menn sem hafa kosningarétt hafa rétt til þess að tilefna. Tilnefning hófst í gær og stendur í fimm daga. Í mars verður síðan kosið á milli þeirra þriggja sem flestar tilnefningar fá. Við það kjör eru leikmenn í meirihluta kjörmanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert