Ný rennibraut og útisvæðið bætt

Grafarvogslaug. Framkvæmdum á að ljúka eftir mánuð héðan í frá.
Grafarvogslaug. Framkvæmdum á að ljúka eftir mánuð héðan í frá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdir standa yfir þessa dagana við uppsetningu nýrrar vatnsrennibrautar við útisvæði Grafarvogslaugar. Brautin nýja, sem einkum er ætluð fyrir yngri börn, verður 2,5 metrar á breidd og þrír metrar á hæð og er við hlið stærri rennibrautar sem fyrir er á svæðinu. Áætlað er að mannvirkið verði komið í gagnið um næstu mánaðamót.

Framkvæmd þessi er samkvæmt vali Grafarvogsbúa, sem í íbúakosningum á síðasta ári gátu valið um ýmis verkefni í umhverfi sínu sem Reykjavíkurborg er nú með í vinnslu og hönnun og koma til framkvæmda síðar á þessu ári.

Heildarlengd alls mannvirkisins þ.e. vatnsrennibraut með tröppum, palli og lendingarlaug er um 22 metrar. Jafnframt verður komið fyrir nýrri vaðlaug fyrir börn á laugarsvæðinu og er heildarkostnaður þessara framkvæmda um 70 milljónir króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert