Samþykkja strætórein á Kársnesbrú

Hér má sjá áformaða brú yfir Foss­vog og brýr yfir …
Hér má sjá áformaða brú yfir Foss­vog og brýr yfir fyr­ir­hugaðar bíl­laus­ar eyj­ar. Teikn­ing/​Spot on Kárs­nes

Áformum um að byggja Kársnesbrú, sem tengir saman Kópavog og Reykjavík, miðar áfram en skipulagsráð Kópavogsbæjar samþykkti á dögunum breytingartillögu sem gerir kleift að ráðast í verkið. 

Um er að ræða tillögu á aðalskipulagi Kópavogs fyrir árin 2012 til 2024 sem gerir ráð fyrir að á göngu- og hjólabrú yfir Fossvog, sem er nú þegar í aðalskipulagi, verði einnig heimilaður akstur almenningsvagna. Málið er nú komið í hendur bæjarráðs og bæjarstjórnar. 

Kristinn Dagur Gissurarson, sem situr í skipulagsráði fyrir hönd Framsóknarflokksins, greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í bókun frá Kristni Degi segir að hann geti ekki fallist á tillöguna þar sem „svokölluð borgarlína“ sé ein meginröksemdin fyrir þessari breytingu á landnotkun.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri svarar Kristni í bókun sinni og segir að einungis hafi verið að samþykkja skipulag fyrir göngu- og hjólreiðabrú ásamt akrein fyir almenningssamgöngur. „Athyglisvert er að Framsóknaflokkurinn skuli leggjast gegn þessu framfaramáli í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu þá vekur það líka athygli að fulltrúi Vg sjái sér ekki fært að styðja þetta mikla umhverfismál.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert