Skilið ástarkveðju!

Forsíða Morgunblaðsins 7. febrúar 1968 með viðtali við skipbrotsmanninn Harry …
Forsíða Morgunblaðsins 7. febrúar 1968 með viðtali við skipbrotsmanninn Harry Eddom.

„Við erum að fara yfir um!“ Og svo nokkr­um mín­út­um seinna: „Við erum að fara! Skilið ástarkveðju minni og skips­manna til eig­in­kvenna okk­ar og fjöl­skyldna!“

Þannig hljómaði hinsta kveðja skip­stjór­ans á tog­ar­an­um Ross Cleve­land frá Hull. Það var loft­skeytamaður á öðrum bresk­um tog­ara við Ísland sem heyrði kallið, að því er fram kom í skeyti frá frétta­stofu AP. Nú um helg­ina er hálf öld liðin frá þess­um at­b­urði en Ross Cleve­land fórst í af­taka­veðri í Ísa­fjarðar­djúpi. Það gerði líka vél­bát­ur­inn Heiðrún II frá Bol­ung­ar­vík og með hon­um sex menn, þar af faðir og tveir syn­ir hans á ung­lings­aldri.

Varðskipið Óðinn bjargaði á hinn bóg­inn áhöfn­inni á öðrum bresk­um tog­ara, Notts County, með fræki­leg­um hætti, ef frá er tal­inn einn maður sem króknaði. 

Átján manns fór­ust með Ross Cleve­land en einn komst lífs af; Harry Eddom 1. stýri­maður. Hann stökk í sjó­inn þegar ein­sýnt var að tog­ar­inn væri að sökkva og missti við það meðvit­und. Tveir fé­lag­ar hans drógu hann hins veg­ar um borð í gúm­björg­un­ar­bát. Bát­ur­inn hafði lask­ast og gekk sjór inn í hann og urðu skip­brots­menn­irn­ir sí­fellt mátt­farn­ari. Eft­ir nokkra klukku­tíma lét­ust fé­lag­ar Eddoms báðir úr vos­búð. Um hálf­um sól­ar­hring síðar rak bát­inn á land í Seyðis­firði í Ísa­fjarðar­djúpi. Eddom lagði af stað fót­gang­andi og sá móta fyr­ir húsi í botni fjarðar­ins. Þegar hann kom þangað reynd­ist það vera harðlæst­ur og mann­laus sum­ar­bú­staður. Þar sem Eddom hafði ekki krafta til að brjót­ast inn kom hann sér fyr­ir und­ir hús­veggn­um, þar sem bónda­son­ur­inn á næsta bæ, Kleif­um, Guðmann Guðmunds­son, fann hann. Eddom var þarna tal­inn af og höfðu eig­in­kona hans og fjöl­skylda syrgt hann í hálf­an ann­an sól­ar­hring.

„Ég reyndi að sparka upp hurðinni á þessu húsi, en gat það ekki, hafði ekki krafta til þess,“ sagði Eddom í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Þegar ég gerði mér grein fyr­ir þessu, þá fór ég á bak við húsið, því þar var ég í skjóli og þar stóð ég upp á end­ann alla nótt­ina. Ég vissi að ef ég sett­ist niður, þá mundi ég deyja. Hvernig? Jú, ég hímdi fyr­ir utan og ég beið og vissi ekki hvað ég átti að gera. Þá sá ég hvar dreng­ur var að reka kind­ur til fjalla. Hann sá mig ekki. Ég kallaði. Hann heyrði til mín. Hann kunni lítið í ensku. Ég reyni samt sem áður að segja hon­um hvernig þetta hafði allt borið að. Hann tek­ur mig sér við hönd og hjálp­ar mér í átt­ina að bæn­um. Þegar við átt­um stutt eft­ir þangað kem­ur bónd­inn á móti okk­ur og þá vissi ég að mér hafði verið bjargað.“

At­b­urður­inn vakti heims­at­hygli og þótti með ólík­ind­um að maður­inn skyldi lifa af þær raun­ir sem hann mátti þola. Um fjöru­tíu bresk­ir fjöl­miðlamenn komu til lands­ins vegna þess­ara at­b­urða og brut­ust út slags­mál er í ljós kom að eitt blaðanna hafði tryggt sér einkaviðtal og einka­leyfi af mynd­um af end­ur­fund­um Harrys Eddom og eig­in­konu hans, Ritu, gegn því að borga fyr­ir hana farið til lands­ins.

Nán­ar er fjallað um málið í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Togarinn Notts County sem strandaði undan Snæfjallaströnd fyrir fimmtíu árum.
Tog­ar­inn Notts County sem strandaði und­an Snæfjalla­strönd fyr­ir fimm­tíu árum.
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert