Réttaróvissa fylgi skipan í Landsrétt

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð dómsmálaráðherra.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð dómsmálaráðherra. mbl.is/Hari

Jón Þór Ólafs­son, þingmaður Pírata, beindi fyr­ir­spurn til Sig­ríðar Á. And­er­sen, dóms­málaráðherra Sjálf­stæðis­flokks, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi síðdeg­is. Sagði Jón Þór grafal­var­lega réttaró­vissu skap­ast af því að vafi leiki á því hvort dóm­ar­ar við Lands­rétt hafi verið skipaðir með lög­mæt­um hætti og sakaði dóms­málaráðherra um að keyra „sína menn“ inn í Lands­rétt „á rauðu ljósi“.

Því vísaði Sig­ríður al­gjör­lega á bug, sem ómál­efna­leg­um og órök­studd­um full­yrðing­um.

Jón Þór vísaði til frétta af því að Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son lögmaður hefði lagt fram kröfu um að Arn­fríður Ein­ars­dótt­ir, dóm­ari við Lands­rétt, viki sæti úr dóms­máli sem taka átti fyr­ir í Lands­rétti á morg­un.

Hann sagði að jafn­vel þó að Arn­fríði verði ekki vísað til hliðar, verði hægt að kæra dóma henn­ar til Hæsta­rétt­ar og síðan til mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg, sem gæti þýtt það að all­ir dóm­ar henn­ar og annarra dóm­ara sem ekki voru skipaðir í Lands­rétt sam­kvæmt til­lögu sér­stakr­ar hæfn­ismats­nefnd­ar yrðu ógild­ir.

„Það er mjög al­var­leg réttaró­vissa,“ sagði Jón Þór. Hann spurði dóms­málaráðherra hvað hún ætlaði að gera, „í þess­ari grafal­var­legu stöðu“.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði dómara við Landsrétt hafa verið …
Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra sagði dóm­ara við Lands­rétt hafa verið skipaða sam­kvæmt lög­um og regl­um. mbl.is/​Hari

Dóm­ar­arn­ir skipaðir lög­um sam­kvæmt

„Eins og fram hef­ur komið í frétt­um hef­ur lögmaður í einu dóms­máli ákveðið að láta reyna á það hvort einn dóm­ari við Lands­rétt sé hæf­ur til starf­ans,“ sagði dóms­málaráðherra, en bæti því við að það væri ekki henn­ar mat að dóm­ar­ar við Lands­rétt hefðu ekki verið skipaðir með lög­leg­um hætti.

„Vænt­an­lega í kjöl­farið fer málið til Hæsta­rétt­ar,“ bætti Sig­ríður við og sagði ann­ars ekki rétt að hún væri að ræða ein­staka dóms­mál á Alþingi. Hún myndi ekki tjá sig meira um þessi mál fyrr en úr­sk­urður falli í Hæsta­rétti um kröfu Vil­hjálms.

„Það ligg­ur fyr­ir dóm­ur Hæsta­rétt­ar um að ráðherra hafi ekki rann­sakað málið nægi­lega vel þegar kom að skip­un eða vali á dóm­ara. Á það hef­ur verið bent ít­rekað og ég árétta það enn og aft­ur að um er að ræða mats­kennda reglu stjórn­sýslu­rétt­ar­ins. Það er ekki um það að ræða að dóm­ar­ar við Lands­rétt séu ekki skipaðir með lög­mæt­um hætti,“ sagði Sig­ríður.

„Hér var fylgt auðvitað lög­form­legu ferli, þeir eru skipaðir lög­um sam­kvæmt, í sam­ræmi við lög sem eru ákaf­lega skýr,“ sagði dóms­málaráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert