Lögin ekki barn neins tíma

Helgi Hrafn Gunnarsson.
Helgi Hrafn Gunnarsson. mbl.is/Hari

Mér finnst það segja sína sögu um það hvernig við Íslendingar höfum í gegnum tíðina litið á yfirvald. Að við höfum aldrei áttað okkur á því að einstaklingar séu á einhvern hátt hugsanlega frjálsir til að ráða jafn einföldu atriði í sínu lífi og nafni sínu.

Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um störf Alþingis í dag þar sem hann gagnrýndi mannanafnanefnd fyrir að hafna því að stúlka mætti heita Alex. Sagði hann nefndina ekki barn síns tíma heldur ekki barn neins tíma.

Helgi sagði lög um mannanöfn ekki úrelt að hans mati heldur óskapnað sem aldrei hefði átt að setja í lög til að byrja með. Sagði hann lögin ónauðsynleg til þes að vernda hagsmuni barna. Til þess væru barnaverndarlög sem enginn mótmælti.

„Lög um mannanöfn voru ekki sett til að vernda börn heldur til að vernda hefðir, til að vernda þá kröfu ríkisins að stjórna því hvað fólk í þessu landi heitir, sem er fráleitt,“ sagði Helgi og minnti að lokum á frumvarp sem lægi fyrir þinginu um að fella lög um mannanöfn úr gildi.

Næstur á mælendaskrá var Alex Björn Bulow Stefánsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, og vakti það mikla kátínu þegar forseti þingsins, Steingrímur J. Sigfússon, kynnti hann til leiks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert