Mannanafnanefnd samþykkir ekki nafn Alexar Emmu Ómarsdóttur, fjögurra ára stúlku sem enn er skráð Stúlka Ómarsdóttir hjá Þjóðskrá.
Ástæðan er sú að nefndin samþykkir ekki eiginnafnið Alex sem kvenmannsnafn. Foreldrar stúlkunnar ætla að leita réttar síns hjá dómstólum, en þau benda á að í öðrum löndum sé nafnið notað jafnt sem karl- og kvenmannsnafn.
Samkvæmt lögum verða börn að hafa fengið nafn innan árs og því er svo komið að ekki verður hægt að endurnýja vegabréf Alexar Emmu, sem rennur út á þessu ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.