Þarf að bera staðsetningarbúnað

Maðurinn er eigandi Euro Market.
Maðurinn er eigandi Euro Market. mbl.is/Eggert

Eigandi Euro Market, sem handtekinn var í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Europol og pólskra lögregluyfirvalda í desember, vegna gruns um aðkomu að skipulagðri glæpastarfsemi, þarf að bera á sér staðsetningarbúnað til að lögreglan geti fylgst með ferðum hans meðan hann sætir farbanni. Landsréttur staðfesti í fyrradag úrskurð héraðsdóm þess efnis, en rétturinn felldi einnig úr gildi ákvörðun lögreglunnar um að maðurinn þyrfti að koma á hverjum degi á lögreglustöð til að tilkynna sig.

Áður höfðu héraðsdómur og Landsréttur fellt úr gildi sambærilega ákvörðun lögreglunnar um að maðurinn þyrfti að tilkynna sig inn tvisvar á dag.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. janúar, en í kjölfar þess óskaði saksóknari eftir því að maðurinn væri settur í einangrun. Féllst Landsréttur ekki á það og setti manninn í farbann.

Í niðurstöðu héraðsdóms núna segir að ákvörðun lögreglunnar um að hann ætti að tilkynna sig inn daglega sé gengið of langt gagnvart honum og ekki eigi að leggja jafníþyngjandi skyldur á manninn. Er niðurstaða dómsins hins vegar sem fyrr segir að maðurinn skuli bera á sér staðsetningarbúnað og staðfesti Landsréttur það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka