Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn, 48 ára að aldri. Jóhann fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá andláti Jóhanns. Dánarorsök er ókunn.
Jóhann varð heimsþekktur fyrir kvikmyndatónlist sína en hann hlaut meðal annars Golden Globe-verðlaun árið 2014 fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything.
Þá var hann tilenefndur til Óskars-, BAFTA- og Grammy-verðlauna fyrir þá mynd. Hann var aftur tilnefndur til Óskars- og BAFTA-verðlauna fyrir Sicario árið eftir og til Golden Globe og BAFTA árið 2016 fyrir Arrival.