Komið með erlenda ferðamenn í miðstöðina

Björgunarsveitarmenn að störfum.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Landsbjörg/Óðinn Sigurðsson

Björgunarsveitir hafa komið með erlenda ferðamenn í fjöldahjálparmiðstöð sem Rauði krossinn opnaði á Selfossi klukkan sex í kvöld.

Svæðis­stjórn var virkjuð í Árnes­sýslu í dag vegna fjölda öku­tækja sem sátu fast­ir á Hell­is­heiði, Lyng­dals­heiði og Mos­fells­heiði. 

„Við höfum verið að reyna að aðstoða fólk við að finna sér gistingu,“ segir  Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir deildarstjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Mikið sé uppbókað á hótelum, en þó hafi starfsfólki gengið ágætlega að finna fólkinu pláss.Tugir bíla fastir í Árnessýslu

„Þetta bjargast allt saman,“ segir hún. „Svo fá þau bara kaffi og aðeins gott í gogginn.“ Ró sé yfir fólkinu, þrátt fyrir að það hafi orðið að skilja bíla sína eftir. Erla kveðst þó hafa heyrt að til standi að reyna að koma bílunum niður á Selfoss á eftir.

Hún segir ekki marga komna í fjöldahjálparmiðstöðina eins og er, en að starfsfólk sé í reglulegu sambandi við björgunarsveitir og lögreglu á svæðinu og að það muni standa vaktina á meðan að þörf er á.

Hell­is­heiði, Holta­vörðuheiði, Mos­fells­heiði, Lyng­dals­heiði, Fróðár­heiði og veg­kafl­an­um frá Vík í Skafta­fell var í dag lokað vegna veðurs. Þrengslunum var einnig lokað. Vegurinn var svo opnaður aftur um tíma en hefur nú verið lokað aftur. Öxnárdalsheiði og Bröttubrettu hefur einnig verið lokað og þá var veginum um Kjalarnes lokað nú í kvöld.

Erla segir veðrið á Selfossi þó ekki vera slæmt. „Við sleppum mjög oft, en svo þegar það er komið rétt út fyrir bæinn þá er orðið stjörnuvitlaust,“ segir Erla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert