Yfir 20 þúsund tíst um Jóhann

Þúsundir minntust Jóhanns á samfélagsmiðlunum.
Þúsundir minntust Jóhanns á samfélagsmiðlunum. AFP

Yfir 20 þúsund manns hafa tíst um Jóhann Jóhannsson tónskáld sem fannst látinn á heimili sínu í Berlín í gær og hafa helstu fjölmiðlar heims greint frá andláti hans. Jóhann á að baki magnaðan tónlistarferil og naut hann mikillar virðingar bæði innan tónlistarheimsins og meðal almennings enda kynntust margir tónlist hans í gegnum þekktar Hollywood-myndir.

Meðal þeirra sem minntust Jóhanns voru samferðamenn hans á ýmsum köflum tónlistarferils hans, m.a. Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, en þeir voru saman í hljómsveitinni Ham. 

Páll Óskar Hjálmtýsson fór sömuleiðis fögrum orðum um Jóhann en Jóhann aðstoðaði Pál Óskar við gerð fyrstu plötunnar hans, Stuð, ásamt Sigurjóni Kjartanssyni en Jóhann og Sigurjón voru þá báðir í hljómsveitinni Ham.

Samtök námuverkamanna í Durham lýstu yfir sorg vegna tíðindanna af andláti Jóhanns en Jóhann samdi tónlist heimildamyndarinnar The Miners' Hymns sem fjallar um sögu kola­námu­manna í Dur­ham í Englandi. 

)



Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti minntist einnig kollega síns og sagðist vart geta meðtekið þessi sorgartíðindi. „Takk fyrir að vera svona hlýr og almenninlegur, frábær, djúpur og fallegur,“ skrifaði hann um vin sinn og deildi Englabörnum við færsluna.

Ólafur Arnalds deildi sama lagi á Twitter og sagði Jóhann vera einn albesta tónlistarmann samtímans sem hefði haft mikil áhrif á sig.

(



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert