Farbann framlengt um mánuð

mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi á föstudag farbann yfir pólskum eiganda verslunarkeðjunnar Euro Market, sem var handtekinn í aðgerðum lögreglu í desember, grunaður um skipulagða glæpastarfsemi. Farbannið rann út á föstudag, en var þá framlengt um mánuð. RÚV greinir frá þessu.

Maðurinn þarf að bera staðsetningarbúnað á sér til að lögreglan geti fylgst með ferðum hans á meðan hann sætir farbanni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert