Atkvæðagreiðsla um mögulega úrsögn VR úr Landssambandi verslunarmanna og ASÍ mun að öllum líkindum fara fram í haust.
Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, í Morgunblaðinu í dag. Hann ráðgerir að trúnaðarráð VR muni koma saman tvívegis á næstunni og fara yfir stöðuna.
„Trúnaðarráð mun halda tvo fundi. Annar fundurinn verður nýttur í að kynna kosti og galla þess að vera innan eða utan ASÍ og sá seinni til að taka endanlega ákvörðun um framhaldið,“ segir Ragnar og bætir við að hann telji félagsmenn skiptast í þrjá hópa; fólk sem sé óánægt með forystu ASÍ og flokksmenn sem telji VR geta verið sterkt sjálfstætt.