Helgi Hrafn hefur tekið afgerandi forystu

Helgi Hrafn Gunnarsson.
Helgi Hrafn Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þessa vik­una standa yfir kjör­dæma­dag­ar á Alþingi og því verða eng­ir þing­fund­ir haldn­ir. Það get­ur reynst snúið fyr­ir alþing­is­menn að hitta kjós­end­ur sína að þessu sinni vegna ill­viðra og ófærðar um allt land.

Fyrsti þriðjung­ur 148. lög­gjaf­arþings­ins er nú að baki og því ástæða til að skoða hverj­ir hafa látið mest til sín taka í ræðustól Alþing­is.

Þegar ræðulist­inn er skoðaður sést að Pírat­inn Helgi Hrafn Gunn­ars­son hef­ur tekið af­ger­andi for­ystu. Helgi hef­ur flutt 153 ræður og at­huga­semd­ir og talað í sam­tals 450 mín­út­ur, eða sjö og hálfa klukku­stund. Næst­ur á eft­ir Helga kem­ur ann­ar Pírati, Björn Leví Gunn­ars­son, sem hef­ur talað í 387 mín­út­ur eða rúm­ar sex klukku­stund­ir. Þor­steinn Víg­lunds­son (Viðreisn) hef­ur talað í 354 mín­út­ur og Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra (Sjálf­stæðis­flokk­ur) hef­ur talað í 320 mín­út­ur, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert