Glitnir áfrýjar dómi í lögbannsmáli

Sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á fréttaflutning fjölmiðla upp úr …
Sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á fréttaflutning fjölmiðla upp úr gögnum innan úr Glitni sem snúið hafa að viðskiptum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra dagana fyrir hrun. mbl.is/Eggert

Glitnir HoldCo hefur áfrýjað dómi héraðsdóms í svokölluðu lögbannsmáli til Landsréttar. Þetta staðfestir Ólafur Eiríksson, lögmaður Glitnis HoldCo, við mbl.is. 

Málið snýst um gögn inn­an út Glitni banka sem Stund­in og Reykja­vík Media hafa und­ir hönd­um um viðskipta­vini bank­ans og ritaðar voru frétt­ir upp úr.

Glitn­ir HoldCo fór fram á lög­bann á notk­un gagn­anna sem sýslumaður­inn á höfuðborgarsvæðinu samþykkti. Héraðsdóm­ur staðfesti hins veg­ar ekki lög­bannið með dómi sínum 2. febrúar. Með því að áfrýja málinu mun lögbannið áfram verða í gildi meðan málið verður rekið fyrir dómstólum.

Rök­semd­ir Glitn­is HoldCo fyr­ir því að lög­bannið yrði staðfest fyrir héraðsdómi voru þær að fjöl­miðlarn­ir höfðu lýst því yfir að ekki væri búið að birta all­ar frétt­ir úr gögn­un­um sem þeir hefðu viljað þegar lög­bannið var sett á. Þá fari birt­ing gagn­anna gegn ákvæðum laga um per­sónu­vernd og meðferð per­sónu­upp­lýs­inga og frek­ari birt­ing geti leitt til mögu­legr­ar skaðabóta­skyldu fé­lags­ins.

Stutt var til alþing­is­kosn­inga er sýslumaður staðfesti lög­banns­kröf­una, en um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media hafði að miklu leyti snú­ist um viðskipti Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, við Glitni í aðdrag­anda hruns ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins haustið 2008.

Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media fögnuðu í dómsal þegar niðurstaðan …
Ritstjórar Stundarinnar og Reykjavik Media fögnuðu í dómsal þegar niðurstaðan lá fyrir í upphafi mánaðarins. Frá vinstri: Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, og Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media. mbl.is/​Hari

Fjöl­marg­ir for­dæmdu lög­bannið, til dæm­is stjórn Blaðamanna­fé­lags Íslands. Í yf­ir­lýs­ingu fé­lags­ins 18. októ­ber sagði að það væri stóral­var­legt mál að leggja höml­ur á tján­ing­ar­frelsi í lýðfrjáls­um lönd­um og enn al­var­legra þegar það væri gert í aðdrag­anda al­mennra þing­kosn­inga.

Bjarni Bene­dikts­son sagðist einnig ósátt­ur með lög­bannið og sagði að menn gætu farið að spyrja sig spurn­inga um hvort verið væri að þjóna hon­um með setn­ingu lög­banns­ins. Sagðist hann aldrei á sín­um stjórn­mála­ferli hafa látið sér detta í hug að láta skerða tján­ing­ar­frelsi manna þegar fjallað væri um op­in­ber­ar per­són­ur eins og hann. Bjarni sagði aft­ur á móti al­var­legt ef gögn hefðu lekið út úr fjár­mála­kerf­inu í stór­um stíl um fjár­hags­mál­efni þúsund Íslend­inga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert