Gjörbreyta þarf núgildandi fyrirkomulagi í kringum kjararáð en ekki eru efnislegar forsendur fyrir því að lækka almennt laun þeirra sem eiga undir kjararáði til framtíðar.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps um málefni kjararáðs sem hefur nú lokið störfum. Í skýrslunni er að finna samanburð fyrirkomulags við launaákvarðanir hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og æðstu embættismönnum á Íslandi og í nágrannalöndunum, greining á úrskurðum kjararáðs og samanburður við launaþróun annarra starfsgreina. Þá var hópnum falið að gera tillögur að breyttu fyrirkomulagi og úrbótum.
Helstu niðurstöður starfshópsins eru að launaákvarðanir hafi ítrekað skapað ósætti og leitt til óróa á vinnumarkaði. Lögbundin viðmið kjaradóms og síðar kjararáðs hafi verið óskýr og ósamræmanleg. Gagnsæi og fyrirsjáanleika skorti.
Hins vegar bendi samanburður á launum æðstu embættismanna, dómara og kjörinna fulltrúa bendir ekki til þess að þau víki verulega frá því sem er í samanburðarlöndunum. Auk þess hafi launaþróun þeirra sem eiga undir kjararáði ekki vikið merkjanlega frá almennri þróun á launatímabilinu 2006 til 2018.
Á því tímabili sem kveðið er um í rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins og ríkisins hafa laun þeirra hækkað um 35-64% en almenn þróun launa virðist liggja á bilinu 43-48%.
Útreikningarnir starfshópsins sýna að laun forsætisráðherra voru 3,47 sinnum hærri en meðaltal launa ríkisstarfsmanna árið 2006 en 3,31 sinnum hærri árið 2017. Hjá ráðherrum eru margfeldin 3,13 og 2,99 í sömu röð en 3,17 og 3,02 hjá hæstaréttardómurum.
Bent er á að í nágrannalöndunum séu ákvarðanir um laun kjörinna fulltrúa nánast undantekningalaust teknar einu sinni á ári. Endurskoðun fylgi skilgreindri launaþróun næsta ár á undan.
Starfshópurinn setur fram fjórar tillögur: