Vonbrigði að vera dæmdir bótaskyldir

Málið snýst kaup mann­anna fjög­urra á fé­lagi sem síðar fékk …
Málið snýst kaup mann­anna fjög­urra á fé­lagi sem síðar fékk nafnið Azt­iq Pharma Partners ehf. Átti fé­lagið, í gegn­um dótt­ur­fé­lög sín 30% hlut í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Al­vo­gen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Róbert Wessmann, Árni Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon segja að niðurstaða Hæstaréttar í máli þeirra gegn Matthíasi H. Johannessen, viðskiptafélaga þeirra, feli í sér að ávöxtun Matthíasar nemi yfir 6 milljón prósenta ávöxtun á einu ári og telja þeir að Hæstiréttur hafi horft fram hjá nokkrum lykilatriðum í málinu.

Hæstiréttur dæmdi í dag þá Róbert, Árna og Magnús til að greiða Matth­íasi H. Johann­essen 640 millj­ón­ir króna fyr­ir að hlunn­fara hann í viðskipt­um. Matth­ías taldi sig hafa verið hlunn­far­inn af viðskipt­um fé­lags í sam­eig­in­legri eigu þeirra, Azt­iq Pharma Partners ehf., sem keypti hlut í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Al­vo­gen. End­an­leg upp­hæð er þó mun hærri, enda reikn­ast hún með vöxt­um frá júlí 2010 og drátta­vöxt­um frá ár­inu 2011.

Frétt mbl.is: Þurfa að greiða 640 milljónir

Róbert, Árni og Magnús hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fara yfir málaferli Matthíasar og bregðast við dómi Hæstaréttar, þar sem þeir lýsa yfir vonbrigðum að vera dæmdir bótaskyldir gagnvart Matthíasi, jafnvel þó bæturnar séu brot af því sem hann fór fram á.

Matth­ías fór fram á 3,1 millj­arð vegna máls­ins, en vara­krafa hljóðaði upp á 640 millj­ón­ir.

Yfirlýsing Róberts Wessmann, Árna Harðarsonar og Magnúsar Jaroslav Magnússonar í heild sinni:

Yfirlýsing vegna dóms Hæstaréttar

Hæstiréttur kvað í dag upp skaðabótadóm á hendur undirrituðum, sem vilja koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri.

Málaferli Matthíasar Johannessen eiga sér langa sögu en hann var við upphaf starfsemi Alvogen starfsmaður sem boðið var að kaupa 2% í fjárfestingafélagi sem þá var nýbúið fjárfesta í Alvogen. Hann hætti þar störfum í mars 2010 og hóf skömmu síðar störf hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni. Í nær átta ár hefur Matthías sóst eftir ævintýralegri ávöxtun sem hluthafi í félaginu Aztiq Pharma Partners sem hann keypti 2% hlut í fyrir 10.000 krónur árið 2009. Matthías sjálfur hafði miklar væntingar um ávöxtun en með dómi Hæstaréttar voru honum dæmdar um 7% af upphaflegri 9 milljarða bótakröfu hans.

Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér að ávöxtun Matthíasar nemur um 6.400.890% sem er yfir 6 milljón prósenta ávöxtun á einu ári. Undirritaðir eru nú dæmdir til að greiða Matthíasi um 640 milljónir króna.Undirritaðir telja að því miður horfi Hæstaréttur fram hjá nokkrum lykilatriðum í málinu og eru það því talsverð vonbrigði fyrir undirritaða að vera dæmdir bótaskyldir gagnvart Matthíasi jafnvel þó bæturnar séu brot af því sem hann fór fram á. Menn geta velt fyrir sér hvernig æðsti dómstóll landsins getur komist að þeirri niðurstöðu að margra milljón prósenta ársávöxtum á fjárfestingu geti verið eðlileg niðurstaða.

Róbert Wessman

Árni Harðarson

Magnús Jaroslav Magnússon

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert