Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í dag þar sem hann var að keyra leið 14. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er maðurinn grunaður um að hafa ráðist á ellefu ára gamalt barn.
Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó, staðfesti í samtali við mbl.is að bílstjórinn hefði verið handtekinn. Hann sagði manninn keyra fyrir verktakafyrirtæki sem sæi um akstur leiðar 14.
Samkvæmt Fréttablaðinu stöðvaði maðurinn vagninn og réðst að barni sem hafði kastað snjóbolta í vagninn. Hann er nú í haldi lögreglu.