Þarf að tryggja mannréttindi intersex fólks

Kitty Anderson formaður Intersex Íslands.
Kitty Anderson formaður Intersex Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Mann­rétt­indi in­ter­sex fólks: Ný nálg­un til framtíðar nefn­ist málþing um mann­rétt­indi in­ter­sex fólks á Íslandi sem fram fer á morg­un frá kl. 12 til 16 í há­skóla­bygg­ing­unni Öskju í stofu 132. In­ter­sex er hug­tak yfir meðfædd­an breyti­leika á líf­fræðileg­um kyn­ein­kenn­um.  

Kitty And­er­son, formaður In­ter­sex Íslands, seg­ir aðgerða þörf til að full­tryggja mann­rétt­indi in­ter­sex fólks hér á landi. Hins veg­ar þokast mál­efni hóps­ins í rétta átt hér á landi í takt við þróun í öðrum lönd­um einkum á Norður­lönd­um. 

Þess má geta að árið 2015 varð Malta fyrst ríkja til að lög­festa lík­am­lega friðhelgi in­ter­sex fólks, þar með talið barna, og sam­bæri­leg vinna er haf­in víðar í Evr­ópu, til dæm­is í Belg­íu, Bosn­íu og Her­segóvínu, Grikklandi, Nor­egi og á Íslandi.

Intersex merkið.
In­ter­sex merkið. Ljós­mynd/​Aðsend

Aðgerðir út frá fé­lags­fræðileg­um grunni

Kitty bend­ir á að und­an­farna hálfa öld hef­ur fólk með ódæmi­gerð líf­fræðileg kyn­ein­kenni verið látið sæta rót­tæk­um og oft óaft­ur­kræf­um inn­grip­um s.s. skurðaðgerðum og horm­ónameðferðum til að laga kyn­ein­kenni þeirra að vænt­ing­um um dæmi­gert út­lit og form.

Oft eru inn­grip­in fram­kvæmd á unga­börn­um sem geta ekki tekið þátt í ákvörðun­inni þrátt fyr­ir að bið myndi ekki stefna lík­am­legri heilsu þeirra í hættu. Leynd­ar­hyggja var viðtek­in venja inn­an lækna­stétt­ar­inn­ar og in­ter­sex fólki var ráðlagt að ræða ekki breyti­leika sinn. Á árum áður var fólki jafn­vel ekki sagt frá eig­in breyti­leika.

„Þess­ar aðgerðir hafa oft verið gerðar ein­göngu á fé­lags­fræðileg­um grunni sem hægt er að flokka sem út­lits­leg­ar,“ seg­ir Kitty. Hún bend­ir á að með aðgerðunum fel­ist mikið inn­grip og þær eru sárs­auka­full­ar. „Ef beitt er inn­gripi þarf það að þjóna til­gangi. Það þurfa að vera rann­sókn­ir á þessu sviði en það eru eng­ar rann­sókn­ir sem styðja við að þær séu gerðar. Auk þess á stór hluti í vand­ræðum þegar búið er að fram­kvæma þær og ein aðgerð kall­ar oft á fleiri,” seg­ir Kitty.  

Hér á landi er til að mynda ekki hægt að kvarta yfir aðgerðum til embætti land­lækn­is sem eru eldri en 10 ára. Oft eru gerðar aðgerðir til dæm­is á kyn­fær­um þegar börn eru ung að aldri. Hins veg­ar hef­ur slík­um aðgerðum fækkað hér á landi. 

Kitty bend­ir á að „stór hluti fólks sem er in­ter­sex vill ekki að það spyrj­ist út að það sé með ódæmi­gerð kyn­ein­kenni,“ seg­ir Kitty. Marg­ir hafi ekki áttað sig á því að þeir séu in­ter­sex fyrr en við kynþroska og að þeir þrosk­ast öðru­vísi en aðrir. Auk­in umræða um þessi mál­efni er alltaf til bóta því þögg­un leys­ir eng­an vanda, seg­ir Kitty. 

Piet De Bruyn skýrslugjafi Evrópuráðsins um réttindi hinsegin fólks.
Piet De Bruyn skýrslu­gjafi Evr­ópuráðsins um rétt­indi hinseg­in fólks. Ljós­mynd/​Aðsend

Sér­stak­ir gest­ir á málþing­inu eru: Piet de Bruyn, skýrslu­gjafi Evr­ópuráðsins um rétt­indi hinseg­in fólks og höf­und­ur skýrslu ráðsins um mann­rétt­indi in­ter­sex fólks, Ruth Baldacchino, formaður ILGA-World, alþjóðasam­taka hinseg­in fólks og stjórn­andi in­ter­sex mann­rétt­inda­sjóðs Astra­ea – Rétt­læt­is­sjóðs lesbía. Hán lék lyk­il­hlut­verk í setn­ingu fremstu lög­gjaf­ar í heimi um rétt­indi trans og in­ter­sex fólks sem var lög­fest á Möltu árið 2015 og Laura Cart­er, rann­sak­andi og sér­fræðing­ur í hinseg­in mál­efn­um hjáAm­nesty In­ternati­onal. Hún vann skýrslu Am­nesty „First, Do No Harm“ um stöðu in­ter­sex fólks í heil­brigðis­kerf­um Dan­merk­ur og Þýska­lands.

Laura Carter rannsakandi og sérfræðingur í hinsegin málefnum hjá Amnesty …
Laura Cart­er rann­sak­andi og sér­fræðing­ur í hinseg­in mál­efn­um hjá Am­nesty In­ternati­onal. Ljós­mynd/​Aðsend
Ruth Baldacchino, formaður ILGA-World, alþjóðasamtaka hinsegin fólks og stjórnandi intersex …
Ruth Baldacchino, formaður ILGA-World, alþjóðasam­taka hinseg­in fólks og stjórn­andi in­ter­sex mann­rétt­inda­sjóðs Astra­ea – Rétt­læt­is­sjóðs lesbía. Ljós­mynd/​Aðsend

Málþingið er ætlað öll­um þeim er láta sig mál­efni in­ter­sex fólksvarða og sérstak­lega mál­efni in­ter­sex barna. Mar­grét Stein­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mann­rétt­inda­skrif­stofu Ísland er funda­stjóri.

Að málþing­inu standa: In­ter­sex Ísland – fé­lag in­ter­sex fólks á Íslandi, Sam­tök­in 78 – fé­lag hinseg­in fólks á Íslandi, Íslands­deild Am­nesty In­ternati­onal og Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert