„Eins og maður sé frægur“

„Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. 

Í myndskeiðinu er rætt við ungt fólk um venjur þeirra sem tengjast notkun snjallsíma og samfélagsmiðla. Þá er rætt við Þorlák Karlsson, dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, um hvað það er sem gerir fólk svo háð snjallsímum og samfélagsmiðlum. Viðtölin eru hluti af umfangsmeiri umfjöllun um málefnið. 

29,7% stúlkna í tíunda bekk segjast eyða meira en 4 klst. á dag á samfélagsmiðlum en hjá drengjum er hlutfallið töluvert lægra eða 15,2%. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor í félagsfræði við Columbia University, er einn þeirra fræðimanna sem hefur rannsakað efnið og niðurstöðurnar benda til þess að þessa nýja hegðun hjá ungu fólki tengist því að aukinn kvíði og depurð mælist hjá hópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert