Boðar lækkun veiðigjalda

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar, boðar end­ur­skoðun veiðigjalda og seg­ir und­ir­bún­ing þess haf­inn í sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­inu. Þetta kom fram á þing­fundi í dag.

Lilja sagði lít­il og meðal­stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki og sveit­ar­fé­lög hafa mikl­ar áhyggj­ur af veiðigjöld­um. Sagði hún nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag leiða til samþjöpp­un­ar og að eng­in út­gerð þyldi 200-300% hækk­un á veiðigjöld­um, án þess að skýra þær töl­ur frek­ar.

Þá tók hún dæmi um frysti­hús HB Granda á Akra­nesi sem lokaði í fyrra. „Það er eitt­hvað skrítið ef fisk­vinnsla og út­gerð þríf­ast ekki á Akra­nesi. Þá er líka eitt­hvað að leik­regl­un­um sem við þurf­um að skoða hér á Alþingi,“ sagði Lilja. HB Grandi er þó stærsta út­gerðarfyr­ir­tæki lands­ins með 11,3% afla­hlut­deild. 

Hag­nýti ekki vand­ann til að lækka sann­gjarnt veiðigjald

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, varaði við því að bráðavandi til­tek­inna lít­illa fyr­ir­tækja væri hag­nýtt­ur til að festa í sessi órétt­læti þegar kem­ur að því eðli­lega og sann­gjarna gjaldi sem auðlinda­gjald væri.

Sagði hún fulla ástæðu til að vera á varðbergi gagn­vart breyt­ing­um á auðlinda­gjald­inu þegar í rík­is­stjórn sætu þing­menn frá Sjálf­stæðis­flokki og Fram­sókn­ar­flokki. Þeir tveir flokk­ar hefðu löng­um bar­ist gegn inn­leiðingu auðlinda­ákvæðis í stjórn­ar­skrá og lagt á kapp á að lækka gjöld fyr­ir nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert