Krefst sýknu að öllu leyti

Sex­menn­ing­arn­ir sem voru sak­felld­ir. Efri röð f.v.: Sæv­ar Ciesi­elski, Erla …
Sex­menn­ing­arn­ir sem voru sak­felld­ir. Efri röð f.v.: Sæv­ar Ciesi­elski, Erla Bolla­dótt­ir og Kristján Viðar Viðars­son. Neðri röð f.v.: Tryggvi Leifs­son, Al­bert Kla­hn Skafta­son og Guðjón Skarp­héðins­son. mbl.is

Davíð Þór Björg­vins­son, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í mál­inu. Davíð Þór, skilaði grein­ar­gerð sinni vegna máls­ins til Hæsta­rétt­ar í dag.

Verj­end­ur fimm­menn­ing­anna, sem dæmd­ir voru fyr­ir aðild sína að mál­un­um á átt­unda ára­tugn­um og fengu samþykkta end­urupp­töku­beiðni, fá nú frest til að skila sín­um grein­ar­gerðum. Þá fer Davíð fram á að mál­svarn­ar­laun skipaðra verj­enda greiðist úr rík­is­sjóði.  

End­urupp­töku­nefnd féllst í fe­brú­ar á síðasta ári á end­urupp­töku­beiðni fimm manna sem sak­felld­ir voru í tengsl­um við Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­in á átt­unda ára­tugn­um. Beiðni Erlu Bolla­dótt­ur um end­urupp­töku var hafnað. 

Frétt um hvarf Geirfinns var birt á bls. 2 í …
Frétt um hvarf Geirfinns var birt á bls. 2 í Morg­un­blaðinu nokkr­um dög­um eft­ir að hann hvarf.

Þetta eru auk Erlu, Al­bert Kla­hn Skafta­son­, Sæv­ar Ciesi­elski, Kristján Viðar Viðars­son­, Tryggvi Rún­ar Leifs­son og Guðjón Skarp­héðins­son. Þau væru dæmd í 1-17 ára fang­elsi í Hæsta­rétti árið 1980. Sæv­ar og Tryggvi Rún­ar eru látn­ir. Þau voru á aldr­in­um 20-32 ára er þau voru hand­tek­in.

Veik­ar for­send­ur og sönn­un­ar­mat ekki í sam­ræmi við regl­ur

Fram kem­ur í grein­ar­gerð Davíðs Þórs, að end­urupp­töku­nefnd hafi brotið til mergjar sönn­un­ar­mat Hæsta­rétt­ar. Sú grein­ing gefi að mati setts rík­is­sak­sókn­ara á sann­fær­andi hátt til kynna, að ýms­ar þær for­send­ur sem Hæstirétt­ur gaf sér um áreiðan­leika játn­ing­anna, hafi verið nokkuð veik­ar, svo sem um það hvenær játn­ing­ar komu fram, hversu langt þær gengu á hverj­um tíma­punkti og hvenær þær voru fyrst dregn­ar til baka. 

Einnig seg­ir að í dómi Hæsta­rétt­ar sé við mat á gildi játn­inga ekki tekið til­lit til þessa að all­ir dóm­felldu, nema Al­bert Kla­hn, sættu gríðarlega löngu gæslu­v­arðhaldi í ein­angr­un. Þá leiði úr­sk­urðirn­ir í ljós að harðræði sem dóm­felldu máttu sæta hafi senni­lega verið meira og tíðara en for­send­ur Hæsta­rétt­ar gera ráð fyr­ir, en vist­un í ein­angr­un og önn­ur meðferð dóm­felldu í gæslu­v­arðhaldi fékk ekki vægi við mat á gildi játn­inga og framb­urða sem sönn­un­ar­gagna.

Sett­ur rík­is­sak­sókn­ari tel­ur eðli­legt að skilja niður­stöðu end­urupp­töku­nefnd­ar þannig, að nefnd­in líti svo á að veru­leg­ar lík­ur hafi verið leidd­ar að því að sönn­un­ar­mat í mál­inu hafi ekki verið í sam­ræmi við þá meg­in­reglu saka­mála­réttar­fars að fram hafi verið kom­in sönn­un um sekt dóm­felldu sem ekki yrði vé­fengd með skyn­sam­leg­um rök­um. Eru sýknu­kröf­ur setts rík­is­sak­sókn­ara í þessu end­urupp­töku­máli einnig reist­ar á því.

Hurfu spor­laust árið 1974

Guðmund­ur og Geirfinn­ur Ein­ars­syn­ir hurfu spor­laust árið 1974, ann­ar í janú­ar og hinn í nóv­em­ber. Þrátt fyr­ir að eng­in lík hafi fund­ist, eng­inn staðfest­ur brota­vett­vang­ur hafi verið til staðar, eng­in áþreif­an­leg sönn­un­ar­gögn legið fyr­ir og framb­urður vitna og sak­born­inga verið óáreiðan­leg­ur voru sex­menn­ing­arn­ir sak­felld­ir.

Sér­fræðing­ar sem gerðu mat á áreiðan­leika framb­urða (játn­inga) fólks­ins, sem birt var í skýrslu starfs­hóps inn­an­rík­is­ráðherra, sögðu að allt þetta þýddi að „grund­völl­ur lög­reglu­rann­sókn­ar­inn­ar byggði á hæpn­um for­send­um.“ 

Þá töldu þeir það „hafið yfir all­an vafa“ að játn­ing­ar allra sex sak­born­ing­anna, bæði hjá lög­reglu og fyr­ir dómi, hafi verið óáreiðan­leg­ar. 

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Erla var ákærð fyr­ir aðild að hvarfi Geirfinns Ein­ars­son­ar. Hún hlaut þriggja ára dóm. Sæv­ar var ákærður fyr­ir að bana báðum mönn­un­um, Guðmundi og Geirfinni. Hann var dæmd­ur í sautján ára fang­elsi. Kristján Viðar var ákærður fyr­ir að bana Geirfinni og hlaut sex­tán ára fang­els­is­dóm. Tryggvi Rún­ar var ákærður fyr­ir að hafa banað Guðmundi og hlaut 13 ára dóm. Al­bert var ákærður fyr­ir að tálma rann­sókn og fékk tólf mánaða dóm. Guðjón var ákærður fyr­ir að bana Geirfinni og fékk tíu ára dóm.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

6.146 dag­ar eða tæp sautján ár. Svo lengi sátu sex­menn­ing­arn­ir sam­an­lagt í gæslu­v­arðhaldi á meðan rann­sókn­inni stóð á átt­unda ára­tugn­um. Stór­an hluta þess tíma voru þeir í ein­angr­un­ar­vist. Gísli H. Guðjóns­son pró­fess­or, sem hef­ur unnið við sál­fræðimat í meira en 1.000 saka­mál­um víða um heim, veit ekki um annað saka­mál þar sem sak­born­ing­ar hafa verið vistaðir svo lengi í ein­angr­un. 

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Lengst sat Sæv­ar Ciesi­elski í gæslu­v­arðhaldi eða í rúm­lega fjög­ur ár. Þar af var hon­um haldið í ein­angr­un í 615 daga. Sæv­ar hlaut einnig þyngsta fang­els­is­dóm­inn: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæsta­rétti. Aðrir hlutu styttri dóma, 1-16 ár. Ákært var í mörg­um liðum, ekki aðeins fyr­ir mann­dráp og hylm­ingu held­ur einnig  fyr­ir fíkni­efna­brot o.fl.

Tímalína málsins.
Tíma­lína máls­ins.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert