Krefst sýknu að öllu leyti

Sex­menn­ing­arn­ir sem voru sak­felld­ir. Efri röð f.v.: Sæv­ar Ciesi­elski, Erla …
Sex­menn­ing­arn­ir sem voru sak­felld­ir. Efri röð f.v.: Sæv­ar Ciesi­elski, Erla Bolla­dótt­ir og Kristján Viðar Viðars­son. Neðri röð f.v.: Tryggvi Leifs­son, Al­bert Kla­hn Skafta­son og Guðjón Skarp­héðins­son. mbl.is

Davíð Þór Björgvinsson, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í málinu. Davíð Þór, skilaði greinargerð sinni vegna málsins til Hæstaréttar í dag.

Verjendur fimmmenninganna, sem dæmdir voru fyrir aðild sína að málunum á áttunda áratugnum og fengu samþykkta endurupptökubeiðni, fá nú frest til að skila sínum greinargerðum. Þá fer Davíð fram á að málsvarnarlaun skipaðra verjenda greiðist úr ríkissjóði.  

End­urupp­töku­nefnd féllst í febrúar á síðasta ári á end­urupp­töku­beiðni fimm manna sem sak­felld­ir voru í tengsl­um við Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­in á átt­unda ára­tugn­um. Beiðni Erlu Bolla­dótt­ur um end­urupp­töku var hafnað. 

Frétt um hvarf Geirfinns var birt á bls. 2 í …
Frétt um hvarf Geirfinns var birt á bls. 2 í Morgunblaðinu nokkrum dögum eftir að hann hvarf.

Þetta eru auk Erlu, Al­bert Kla­hn Skafta­son­, Sæv­ar Ciesi­elski, Kristján Viðar Viðars­son­, Tryggvi Rún­ar Leifs­son og Guðjón Skarp­héðins­son. Þau væru dæmd í 1-17 ára fang­elsi í Hæsta­rétti árið 1980. Sæv­ar og Tryggvi Rún­ar eru látn­ir. Þau voru á aldr­in­um 20-32 ára er þau voru hand­tek­in.

Veikar forsendur og sönnunarmat ekki í samræmi við reglur

Fram kemur í greinargerð Davíðs Þórs, að endurupptökunefnd hafi brotið til mergjar sönnunarmat Hæstaréttar. Sú greining gefi að mati setts ríkissaksóknara á sannfærandi hátt til kynna, að ýmsar þær forsendur sem Hæstiréttur gaf sér um áreiðanleika játninganna, hafi verið nokkuð veikar, svo sem um það hvenær játningar komu fram, hversu langt þær gengu á hverjum tímapunkti og hvenær þær voru fyrst dregnar til baka. 

Einnig segir að í dómi Hæstaréttar sé við mat á gildi játninga ekki tekið tillit til þessa að allir dómfelldu, nema Albert Klahn, sættu gríðarlega löngu gæsluvarðhaldi í einangrun. Þá leiði úrskurðirnir í ljós að harðræði sem dómfelldu máttu sæta hafi sennilega verið meira og tíðara en forsendur Hæstaréttar gera ráð fyrir, en vistun í einangrun og önnur meðferð dómfelldu í gæsluvarðhaldi fékk ekki vægi við mat á gildi játninga og framburða sem sönnunargagna.

Settur ríkissaksóknari telur eðlilegt að skilja niðurstöðu endurupptökunefndar þannig, að nefndin líti svo á að verulegar líkur hafi verið leiddar að því að sönnunarmat í málinu hafi ekki verið í samræmi við þá meginreglu sakamálaréttarfars að fram hafi verið komin sönnun um sekt dómfelldu sem ekki yrði véfengd með skynsamlegum rökum. Eru sýknukröfur setts ríkissaksóknara í þessu endurupptökumáli einnig reistar á því.

Hurfu sporlaust árið 1974

Guðmund­ur og Geirfinn­ur Einarssynir hurfu spor­laust árið 1974, ann­ar í janú­ar og hinn í nóv­em­ber. Þrátt fyr­ir að eng­in lík hafi fund­ist, eng­inn staðfest­ur brota­vett­vang­ur hafi verið til staðar, eng­in áþreif­an­leg sönn­un­ar­gögn legið fyr­ir og framb­urður vitna og sak­born­inga verið óáreiðan­leg­ur voru sex­menn­ing­arn­ir sak­felld­ir.

Sér­fræðing­ar sem gerðu mat á áreiðan­leika framb­urða (játn­inga) fólks­ins, sem birt var í skýrslu starfs­hóps inn­an­rík­is­ráðherra, sögðu að allt þetta þýddi að „grund­völl­ur lög­reglu­rann­sókn­ar­inn­ar byggði á hæpn­um for­send­um.“ 

Þá töldu þeir það „hafið yfir all­an vafa“ að játn­ing­ar allra sex sak­born­ing­anna, bæði hjá lög­reglu og fyr­ir dómi, hafi verið óáreiðan­leg­ar. 

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Erla var ákærð fyr­ir aðild að hvarfi Geirfinns Ein­ars­son­ar. Hún hlaut þriggja ára dóm. Sæv­ar var ákærður fyr­ir að bana báðum mönn­un­um, Guðmundi og Geirfinni. Hann var dæmd­ur í sautján ára fang­elsi. Kristján Viðar var ákærður fyr­ir að bana Geirfinni og hlaut sex­tán ára fang­els­is­dóm. Tryggvi Rún­ar var ákærður fyr­ir að hafa banað Guðmundi og hlaut 13 ára dóm. Al­bert var ákærður fyr­ir að tálma rann­sókn og fékk tólf mánaða dóm. Guðjón var ákærður fyr­ir að bana Geirfinni og fékk tíu ára dóm.

mbl.is/Kristinn Garðarsson

6.146 dag­ar eða tæp sautján ár. Svo lengi sátu sex­menn­ing­arn­ir sam­an­lagt í gæslu­v­arðhaldi á meðan rann­sókn­inni stóð á átt­unda ára­tugn­um. Stór­an hluta þess tíma voru þeir í ein­angr­un­ar­vist. Gísli H. Guðjóns­son pró­fess­or, sem hef­ur unnið við sál­fræðimat í meira en 1.000 saka­mál­um víða um heim, veit ekki um annað saka­mál þar sem sak­born­ing­ar hafa verið vistaðir svo lengi í ein­angr­un. 

mbl.is/Kristinn Garðarsson

Lengst sat Sæv­ar Ciesi­elski í gæslu­v­arðhaldi eða í rúm­lega fjög­ur ár. Þar af var hon­um haldið í ein­angr­un í 615 daga. Sæv­ar hlaut einnig þyngsta fang­els­is­dóm­inn: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæsta­rétti. Aðrir hlutu styttri dóma, 1-16 ár. Ákært var í mörg­um liðum, ekki aðeins fyr­ir mann­dráp og hylm­ingu held­ur einnig  fyr­ir fíkni­efna­brot o.fl.

Tímalína málsins.
Tímalína málsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert