Íslenskir læknar ánægðir með umskurðarfrumvarp

Á tveimur sólarhringum hafa 422 læknar skrifað undir.
Á tveimur sólarhringum hafa 422 læknar skrifað undir. mbl.is/Eggert

Rúmlega 400 íslenskir læknar lýsa yfir ánægju með frumvarp sem banna á umskurð drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Segja læknarnir málið ekki flókið, þó það hafi ýmsar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án læknisfræðilegra ástæðna ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna.   

„Allar aðgerðir, sama hversu tæknilega einfalt er að framkvæma þær, hafa mögulega fylgikvilla sem ber að vega móti ávinningi þeirra. Læknisfræðilegar ábendingar fyrir umskurði eru til, en þær eru fáar. Við teljum að án slíkra ábendinga gangi umskurður á ungbörnum gegn Genfaryfirlýsingu lækna og samræmist því síður grundvallarviðmiðum Helsinki-yfirlýsingar lækna um réttinn til sjálfsákvörðunar og upplýsts samþykkis,“ segir í yfirskrift undirskriftarlistans.

Vísað er til niðurstöðu bandarískra barnalæknasamtaka frá því árið 2013 þar sem segir að „umskurður hraustra sveinbarna í vestrænum samfélögum hafi engin markverð heilsueflandi eða fyrirbyggjandi áhrif, en valdi þvert á móti sársauka, geti leitt til alvarlegra, jafnvel langvarandi fylgikvilla, brjóti gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sé í blóra við Hippokratesareiðinn: “Primum non nocere” - umfram allt ekki skaða.“

Á innan við 48 klukkustundum hafa safnast saman 422 undirskriftir íslenskra lækna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert