Öryggisvörður einn hinna handteknu

mbl.is/Þórður Arnar

Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar sagði við RÚV að maðurinn sé kominn í ótímabundið leyfi frá störfum og að mál hans sé komið í ferli hjá fyrirtækinu.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í samtali við mbl.is að hið meinta brot sé mjög alvarlegt og að rannsókn lögreglunnar sé á viðkvæmu stigi.

Hann segir að grunur leiki á um að málið snúist um rafmynt en það er rannsakað sem skipulögð glæpastarfsemi.

„Lögreglan biður alla sem kunna að hafa upplýsingar varðandi málið að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert