Bálhvasst við Höfða

Gott er að halda í einhvern í vindinum.
Gott er að halda í einhvern í vindinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er farið að blása hressilega á höfuðborgarsvæðinu en enn ein lægðin í febrúar gengur yfir landið síðdegis og í kvöld. Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa við Höfðatorg þegar ljósmyndara bar þar að garði nú fyrir stundu.

Spár gera ráð fyrir stormi um allt land í kvöld og þá mun rigna á Suður- og Vesturlandi. Fólki þar er bent á að hreinsa frá niðurföllum en hiti getur farið upp í tíu gráður í kvöld og því líklegt að snjó leysi hratt.

Það blæs hressilega við Höfðatorg.
Það blæs hressilega við Höfðatorg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á vefsíðu Vegagerðarinnar er bent á að búast megi við erfiðum akstursskilyrðum á fjallvegum á Vesturlandi og Vestfjörðum vegna flughálku þegar vindur vex síðdegis í dag og í kvöld. 

Veðrið nær hámarki um klukkan sjö í kvöld á höfuðborgarsvæðinu.
Veðrið nær hámarki um klukkan sjö í kvöld á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þar er einnig bent á að í hviðum geti farið upp í 45 m/s á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli, einkum frá 17 og fram yfir miðnætti. Þá verða hviður á Reykjanesbraut 35 m/s samfara ausandi rigningu einkum á milli kl. 17 og 21.      

Veðurfræðingur sagði í samtali við mbl.is að hvellurinn í dag …
Veðurfræðingur sagði í samtali við mbl.is að hvellurinn í dag væri sá síðasti í bili. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert