Hætta á skriðuföllum

Veðurstofan varar við því að aukin hætta er á skriðuföllum …
Veðurstofan varar við því að aukin hætta er á skriðuföllum vegna veðurs í kvöld. mbl.is/Helgi Bjarnason

Veðurstofan varar við því að aukin hætta er á skriðuföllum vestan frá Eyjafjöllum og austur á Austfirði vegna mikillar úrkomu. Vonskuveður gengur yfir allt landið í dag og kvöld en spár gera ráð fyrir roki og rigningu um nánast allt land.

Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að spáð sé talsverðri leysingu á suðurhelmingi landsins frá norðanverðu Snæfellsnesi austur að Bakkagerði. Almennt séð má búast við auknu rennsli í vatnsföllum víðast hvar. Þar sem jörð er frosin getur vatn safnast á yfirborði og valdið staðbundnum yfirborðsflóðum yfir vegi ef svo ber undir.

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Strandir og Norðurland vestra. Þar verður vindur 20 til 28 m/s og vindhviður við fjöll geta farið yfir 45 m/s og foktjón er talið líklegt. Fólki er ekki ráðlagst að ferðast á svæðinu. Auk þess er gulviðvörun í gildi fyrir allt landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert