Hús Íslandsbanka rifið

Íslandsbankahúsið við Kirkjusand.
Íslandsbankahúsið við Kirkjusand. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslands­banki hef­ur ákveðið að leggja inn beiðni til Reykja­vík­ur­borg­ar um að hefja vinnu við að skipu­leggja Kirkju­sand­s­lóðina en í því felst m.a. að rífa stór­bygg­ing­una á Kirkju­sandi sem um langt ára­bil hýsti höfuðstöðvar fyr­ir­tæk­is­ins.

Hún hef­ur staðið auð frá því í fyrra þegar bank­inn flutti starf­semi sína í nýj­ar höfuðstöðvar í Norðurt­urni í Kópa­vogi.

Í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, að ákvörðun um niðurrifið eigi sér lang­an aðdrag­anda. „Húsið er illa skemmt af raka og þrjú sér­fræðifyr­ir­tæki hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu. Meðal niðurstaðna er að raka­skemmd­ir sem ekki eru sjá­an­leg­ar leyn­ist víða um húsið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert