Hús Íslandsbanka rifið

Íslandsbankahúsið við Kirkjusand.
Íslandsbankahúsið við Kirkjusand. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslandsbanki hefur ákveðið að leggja inn beiðni til Reykjavíkurborgar um að hefja vinnu við að skipuleggja Kirkjusandslóðina en í því felst m.a. að rífa stórbygginguna á Kirkjusandi sem um langt árabil hýsti höfuðstöðvar fyrirtækisins.

Hún hefur staðið auð frá því í fyrra þegar bankinn flutti starfsemi sína í nýjar höfuðstöðvar í Norðurturni í Kópavogi.

Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, að ákvörðun um niðurrifið eigi sér langan aðdraganda. „Húsið er illa skemmt af raka og þrjú sérfræðifyrirtæki hafa komist að þeirri niðurstöðu. Meðal niðurstaðna er að rakaskemmdir sem ekki eru sjáanlegar leynist víða um húsið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert