Orsakir slyssins enn óljósar

Bíllinn fór í sjóinn við höfnina þar sem farþegar fara …
Bíllinn fór í sjóinn við höfnina þar sem farþegar fara í Hríseyjarferjuna.

Rannsókn lögreglunnar á banaslysinu við höfnina á Árskógssandi í fyrra er á lokastigi. Rannsóknin hefur ekki leitt í ljós afgerandi niðurstöðu um orsakir slyssins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra á vef lögreglunnar.

Í slysinu létust hjón á fertugsaldri ásamt fimm ára dóttur þeirra, þegar bifreið sem þau voru í lenti í sjónum við höfnina á Árskógsandi.

„Svo virðist sem bifreiðinni hafi verið ekið á jöfnum hraða eftir bryggjunni og hafi ekki verið hemlað áður en hún lenti út af henni og í sjóinn. Þessi ályktun er dregin af vitnaleiðslum og rannsókn á vettvangi,“ segir í tilkynningunni.

Þar kemur fram að bifreiðin hafi verið rannsökuð eftir slysið og ekkert hafi komið í ljós er benti til bilunar í bifreiðinni. 

Ekki er heldur talið að aðstæður á vettvangi, þ.e.a.s. akstursaðstæður og veður, hafi verið ástæða slyssins eða samverkandi þáttur.

Gæti hafa misst meðvitund

„Ekki er vitað til þess að ökumaður hafi orðið fyrir truflun og engar vísbendingar komið fram sem benda til þess að ökumaður hafi ekið fram af bryggjunni með ásetningi. Ekki er útilokað að ökumaður hafi misst meðvitund áður en bifreiðin fór fram af bryggjunni án þess þó að skýrar sannanir séu fyrir því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert