Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið.
Laugarvegi fyrir ofan Hlemm hefur verið lokað fyrir umferð, auk þess sem nærliggjandi svæði hefur verið girt af í öryggisskyni.
Sjö björgunarsveitarmenn eru staddir á svölum fyrir ofan skiltið og reyna að klippa það niður.
Skiltið, sem er úr áli, er um fjögurra metra langt, um hálfur metri að breidd og vegur um 200 kíló.
Þótt skiltið verði klippt niður og lendi á jörðinni mun það ekki brotna í marga hluta, heldur bogna, að sögn Klaus Ortlieb, eins af eigendum Hlemmur Squae.