Skiltið sem hékk á bláþræði framan á hótelinu Hlemmur Square í gærkvöldi var fest kirfilega af björgunarsveitarmönnum áður en þeir héldu heim á leið.
Fyrst reyndu björgunarsveitarmenn að taka skiltið niður en hættu svo við það.
Svæðið í kringum skiltið er enn afgirt af lögreglunni.
Eins og mbl.is greindi frá í gær virðist sem skrúfur hafi losnað úr skiltinu í óveðrinu í gær.
Skiltið, sem er úr áli, er um fjögurra metra hátt, um hálfur metri að breidd og vegur um 200 kíló, að sögn Klaus Ortlieb, eins af eigendum Hlemmur Square.