Ekkert tjón hjá N1

Svona var aðkoman að bensínstöðinni í gærkvöldi.
Svona var aðkoman að bensínstöðinni í gærkvöldi. Ljósmynd/Magnús Ásmundsson

Bensínafgreiðsla gekk hnökralaust í N1 Skógarseli í gær, þrátt mikinn vatnselg í götunni. mbl.is birti í gær myndband þar sem sést hvernig vatn flæddi inn á svæði bensínstöðvarinnar og allt að bensíndælunum. Ís hafði safnast saman við niðurföllin í götunni, en vinnuvélar fjarlægðu hann í gærkvöldi og komst þá eðlilegt rennsli á.

Að sögn starfsmanns hafði vatnsflaumurinn engin áhrif á starfsemi bensínstöðvarinnar. Ekkert vatn flæddi inn á stöðina og varð því ekkert tjón af. Stöðin opnaði, venju samkvæmt, klukkan tíu í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert