Bragi næsti stórmeistari í skák

Bragi Þorfinnsson við taflborðið.
Bragi Þorfinnsson við taflborðið. mbl.is/Ómar

Bragi Þorfinnsson tryggði sér í dag lokaáfanga að stórmeistaratitli í skák.

Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á alþjóðlegu móti í Noregi, að því er kemur fram á skak.is.

Síðast lagði hann skákkonuna Jovanka Houska að velli.

Fram kemur á vefnum að Bragi verði líkast til útnefndur stórmeistari á fundi Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka