Afskrifa nær milljarð

Nýfædd börn á fæðingardeild.
Nýfædd börn á fæðingardeild. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Inn­heimtu­stofn­un sveit­ar­fé­laga hef­ur þurft að af­skrifa meðlags­kröf­ur eft­ir gjaldþrot ein­stak­linga upp á tæp­an millj­arð króna eða 993 millj­ón­ir á síðustu fimm árum.

Hafa af­skrift­irn­ar auk­ist mikið að und­an­förnu, þær voru 407 millj­ón­ir í fyrra, og er megin­á­stæðan sú að fyrn­ing­ar­tími meðlagskrafna stytt­ist úr tíu árum í tvö með laga­breyt­ingu árið 2010, til að auðvelda skuld­ur­um að koma fjár­mál­um sín­um á rétt­an kjöl.

Inn­heimtu­stofn­un sveit­ar­fé­laga hef­ur sent dóms­málaráðherra, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu og Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga bréf til að upp­lýsa um stöðuna og að ekk­ert lát virðist vera á um­tals­verðri skerðingu á kröf­u­eign sveit­ar­fé­laga vegna þessa.

Í bréf­inu seg­ir að það veki at­hygli að hluti þess­ara af­skrifta sé vegna meðlags­greiðenda sem hafa til þess tíma er af­skrift fer fram greitt af skuld­um sín­um, þeir séu m.ö.o. í flest­um til­fell­um borg­un­ar­menn meðlags­skulda sinna, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þetta efni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert