Göngustígur skammt frá Seljakirkju í Breiðholti er gjörónýtur á löngum kafla eftir mikla vætutíð og leysingar að undanförnu. Útlit er fyrir að jarðvegur hafi farið á hreyfingu undir stígnum sem hefur svo fallið saman og er nú varasamur að fara um þar til viðgerð verður lokið.
mbl.is var í Seljahverfi í dag og myndaði stíginn varasama.