Mikið að gera á neyðarvaktinni

Það var allt á floti á höfuðborgarsvæðinu á föstudagskvöld.
Það var allt á floti á höfuðborgarsvæðinu á föstudagskvöld. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikið var að gera hjá neyðarvakt tryggingafélaga um helgina en fjöldi tilkynninga barst vegna vatnsleka á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar leiðindaveðurs á föstudag.

„Það var mikið að gera á neyðarvaktinni um helgina,“ segir Kjartan Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri einstaklingsráðgjafar og markaðsmá­la hjá TM. Hann segir að fyrirtækinu hafi borist um 60 símtöl vegna tjóns tengdu veðrinu.

„Staðan er hræðileg. Við erum með allt úti, all­ar okk­ar dæl­ur, all­an okk­ar mann­skap og við erum að slá met í út­kalla­fjölda,“ sagði fulltrúi slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöld.

Margir voru að leita ráða og aðstoðar við að forða tjóni en nokkrir tugir tjónstilkynninga hafa borist til okkar þar sem skemmdir hafa orðið á húsnæði eða lausamunum vegna vatns,“ segir Sig­ur­jón Andrés­son for­stöðumaður markaðsmá­la og for­varna hjá Sjóvá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert