Flugfélagið fær ekki nýja heimild

Ljósmynd/Air Atlanta

Her­gagna­flutn­ing­ar flug­fé­lags­ins Air Atlanta til Sádi-Ar­ab­íu verða ekki leng­ur leyfðir en ís­lensk stjórn­völd höfnuðu í dag beiðni fé­lags­ins um að flytja áfram vopn til lands­ins. Fram kom í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik í Rík­is­út­varp­inu í kvöld að vopn­in væru flutt frá Sádi-Ar­ab­íu til Sýr­lands og Jemen þar sem átök hafa geisað sem bitnað hafa mjög á óbreytt­um borg­ur­um.

Fjallað var um þetta í tíu­frétt­um Rík­is­út­varps­ins og haft eft­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra að ut­an­rík­is­ráðuneytið hafi veitt nei­kvæða um­sögn um um­sókn Air Atlanta um end­ur­nýjaða heim­ild og sam­gönguráðuneytið síðan hafnað um­sókn­inni í kjöl­farið.

Katrín sagðist aðspurð ekki telja að ís­lensk stjórn­völd hefðu brotið gegn lög­um til þessa í tengsl­um við málið en að svo virt­ist sem andi vopna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna, sem hefði ekki bein áhrif á Íslandi, hafi ekki skilað sér nægj­an­lega í fram­kvæmd stjórn­valda við veit­ingu slíkra heim­ilda. Slík­ar heim­ild­ir yrðu ekki veitt­ar á ný fyrr en regl­ur hafi verið end­ur­skoðaðar.

For­sæt­is­ráðherra sagði enn frem­ur að lær­dóm­ur­inn af mál­inu að henn­ar mati væri að ekki ætti að veita slík­ar heim­ild­ir sjálf­krafa held­ur þyrfti að skoða aðstæður í hverju til­felli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert