Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn í gærkvöldi vegna gruns um brot á vopnalögum. Þeir gista báðir fangageymslur þangað til þeir verða yfirheyrðir.
Tilkynnt var til lögreglu á öðrum tímanum í nótt um mann sem hafði valdið skemmdum á veitingastað í miðborginni. Lögreglan ræddi við manninn sem viðurkenndi að hafa gert það og var hann látinn laus að því loknu.
Á þriðja tímanum stöðvaði lögreglan ökumann vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Einn var handtekinn í annarlegu ástandi á fjórða tímanum í nótt og gistir hann fangageymslur.