Þúfan lokuð fram á vor

Þúfa Ólafar Nordal myndlistarkonu er mikið skemmd eftir vætutíð síðustu daga. Jarðvegur í undirlagi verksins komst á hreyfingu og því rifnaði torfið á stórum hluta. Fyrir liggur að verkið verður lokað fram á vor þegar viðgerð lýkur en vinsælt hefur verið að ganga upp á topp þess.

Verkið er í eigu HB Granda sem mun þurfa að standa straum af kostnaði við viðgerðina sem mun vera umtalsverður. Svipaðar skemmdir urðu á verkinu á sama stað í fyrra en í þetta skiptið eru þær þó mun umfangsmeiri.

mbl.is myndaði skemmdirnar á Þúfu í morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert