Heimild veitt 5 til 10 sinnum á ári

Flugvél Air Atlanta í háloftunum.
Flugvél Air Atlanta í háloftunum.

Heim­ild­ir til flutn­ings her­gagna með ís­lensk­um loft­för­um hafa á und­an­förn­um árum verið veitt­ar fimm til tíu sinn­um á ári en áfangastaður slíks farms hef­ur aldrei verið Sýr­land eða annað átaka­svæði.

Þetta kem­ur fram í svari Sam­göngu­stofu við fyr­ir­spurn mbl.is í fram­haldi af frétt Kveiks í gær­kvöldi um að ís­lensk stjórn­völd hafi brotið sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna með því að veita leyfi fyr­ir flutn­ingi Air Atlanta Ice­land á her­gögn­um.

Bald­vin M. Her­manns­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs Air Atlanca Ice­land, greindi frá því í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að fyr­ir­tækið hafi ekki hafa flogið með nein her­gögn það sem af er þessu ári og að flug­ferðirn­ar á síðasta ári hafi verið inn­an við tíu tals­ins. 

Í svari Sam­göngu­stofu kem­ur einnig fram að úr­sk­urðar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hafi síðasta haust verið falið að skoða hvort upp­lýs­inga­lög og lög um stofn­un­ina heim­ili veit­ingu ná­kvæm­ari upp­lýs­inga um áfangastaði en niðurstaða þar um liggi ekki enn fyr­ir.

Sömu­leiðis er greint frá því að frá og með nóv­em­ber í fyrra hafi um­sókn­ar­gögn sem ber­ast varðandi veit­ingu leyfa til ís­lenskra flugrek­enda utan loft­rým­is Íslands verið send til úr­vinnslu til sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is­ins sem tek­ur ákvörðun.

Í svar­inu er bent á að reglu­gerð nr 937/​2005 um flutn­ing her­gagna með loft­för­um sé í end­ur­skoðun hjá ráðuneyt­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert