Ríkisendurskoðun gagnrýnir að enn hafi verðlagsnefnd búvara ekki verið settar skráðar verklagsreglur vegna hugsanlegra breytinga á hlutverki hennar. Ríkisendurskoðun bendir á að verklagsreglur eigi að taka mið af verklagi hverju sinni og stuðla að faglegu og gagnsæju starfi.
Þetta kemur fram á vefsíðu stofnunarinnar.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga í byrjun febrúar, en hann leysti fyrri hóp upp í desember. Færri fulltrúar eru í nýja hópnum, átta í stað þrettán.