Vopnaflutningarnir sagðir hneyksli

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöl­marg­ir þing­menn stigu í ræðustól Alþing­is í dag í umræðum um störf þings­ins og gagn­rýndu harðlega að ís­lensk stjórn­völd hafi á und­an­förn­um árum heim­ilað flug­fé­lag­inu Air Atlanta að flytja her­gögn frá ríkj­um í Aust­ur-Evr­ópu til Sádi Ar­ab­íu.

Fram kom í frétta­skýr­ing­arþætt­in­um Kveik í Rík­is­út­varp­inu í gær að vopn­in sem flutt hafi verið til Sádi Ar­ab­íu hefðu lík­lega verið flutt áfram til Sýr­lands og Jemen þar sem átök hafa geisað und­an­far­in ár og kostað hef­ur mik­inn fjölda óbreyttra borg­ara lífið. Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, sagði málið grafal­var­legt.

Sagði hún með ólík­ind­um að hafa rætt á Alþingi í gær um skömm þeirra ríkja sem bæru ábyrgð á hörm­ung­un­um í Sýr­landi og Jemen og horfa síðan á Kveik um kvöldið. Heim­ild ís­lenskra stjórn­valda til Air Atlanta færi gegn ut­an­rík­is­stefnu Íslands og alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um lands­ins.

Rósa rifjaði upp þau um­mæli frá­far­andi mann­rétt­inda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna að Jemen og Sýr­land væru slát­ur­hús heims­ins. Tók það mjög á hana að rifja þessi um­mæli upp og varð hún að gera stutt hlé á ræðu sinni vegna þess. Sagði hún að velta yrði við hverj­um steini og að gefa skýr skila­boð um að Ísland leyfði eng­ar und­anþágur fyr­ir vopna­flutn­inga frá alþjóðleg­um skuld­bind­ing­um sem landið hefði und­ir­geng­ist.

„Þetta er stór­kost­legt hneyksli. Alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar Íslands hunsaðar, samn­ing­ar brotn­ir. Það þýðir ekk­ert að drekka kokteila í New York, skrifa und­ir samn­inga og henda þeim svo í ruslið. Hvað er þetta fólk eig­in­lega að gera sem á að sjá til þess að við upp­fyll­um skuld­bind­ing­ar okk­ar?“ sagði Birg­ir Þór­ar­ins­son, þingmaður Miðflokks­ins.

Kallaði hann eft­ir því að þeir sem hefðu heim­ilað þenn­an vopna­flutn­ing und­ir ís­lensk­um fána, emb­ætt­is­menn og stjórn­mála­menn, væru látn­ir sæta ábyrgð. „Orðstír Íslands hef­ur beðið hnekki.“ Fleiri þing­menn tóku til máls og var stjórn­völd­um einnig hrósað fyr­ir að taka strax á mál­inu og veita ekki end­ur­nýjaða heim­ild fyr­ir vopna­flutn­ing­un­um.

Formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði að ekki kæmi annað til greina en að málið yrði tekið föst­um tök­um. Ekki væri í boði að sætta sig við að slík­ir flutn­ing­ar ættu sér stað með samþykki ís­lenskra stjórn­valda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert