Sýndi ekki af sér kynferðislega áreitni

Grensáskirkja
Grensáskirkja mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Séra Ólaf­ur Jó­hanns­son, sókn­ar­prest­ur í Grens­ás­kirkju, sýndi ekki af sér kynferðislega áreitni. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar sem skoðaði fimm mál gegn honum. Í tveimur málum af fimm var hann talinn hafa framið siðferðisbrot í skilningi 12. greinar þjóðkirkjulaganna og í öðru þeirra taldist háttsemi hans falla undir kynbundna áreitni. Hins vegar var öllum kröfum um að grípa til aðgerða gegn honum hafnað.

„Hann fór með fullan sigur í málinu og öllum kröfum um að grípa til aðgerða gegn honum var hafnað,“ segir Einar Gautur Steingrímsson lögmaður Ólafs. Einar segist ekki að öllu leyti sammála atvikalýsingu, forsendum eða túlkun nefndarinnar. „Það er erfitt að áfrýja þegar öllum kröfum á umbjóðanda minn hefur verið hafnað en við höfum ekki tekið endanlega ákvörðun,“ segir Einar spurður hvort þeir hafi tekið ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað.

Allir málsaðilar hafa þrjár vikur til að áfrýja niðurstöðunni og eftir það hefur áfrýjunarnefndin sex vikur til að fara yfir málið. Á meðan endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir er Ólafur enn í leyfi.

Einar Gautur bendir á að það sé óljóst í hverju siðferðisbrot felast nákvæmlega í fyrrgreindri 12. grein þjóðkirkjulaga því hægt er að túlka það vítt.    

Vill launalaust leyfi og 20 tíma hjá sálfræðingi

Í öðru málanna tveggja beinir úrskurðarnefnd því til biskups að kanna „hvort háttsemi leyfi að lögum frekari viðurlög en þegar hefur verið gripið til gagnvart gagnaðila samkvæmt bréfi biskups 29. maí 2017.“

Jafnframt óskar þessi sami einstaklingur að biskup fallist á kröfu hans um „tveggja mánaða launað leyfi á árinu 2018 og að málshefjandi fái 20 tíma hjá sálfræðingi á kostnað biskupsstofu.“

Hér eru úrskurðirnir í heild sinni sem birtust á vef biskupsstofu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert