Ákærður fyrir hnífsstungu á Austurvelli

Klevis Sula lést eftir að hafa orðið fyrir árás á …
Klevis Sula lést eftir að hafa orðið fyrir árás á Austurvelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni á þrítugsaldri sem stakk tvo albanska pilta, ann­an til ólíf­is, á Aust­ur­velli aðfaranótt 3. des­em­ber á síðasta ári, var í dag framlengt. Þá var ákæra á hendur manninum gefin út.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is en RÚV greindi fyrst frá.

Klevis Sula.
Klevis Sula.

Dreng­ur­inn sem lést hét Klevis Sula og ætlaði hann að rétta árás­ar­mann­in­um hjálp­ar­hönd en var stung­inn, að því er virðist, að til­efn­is­lausu. Hinn pilt­ur­inn var út­skrifaður af spít­ala fljót­lega eft­ir árás­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert