Gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni á þrítugsaldri sem stakk tvo albanska pilta, annan til ólífis, á Austurvelli aðfaranótt 3. desember á síðasta ári, var í dag framlengt. Þá var ákæra á hendur manninum gefin út.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is en RÚV greindi fyrst frá.
Drengurinn sem lést hét Klevis Sula og ætlaði hann að rétta árásarmanninum hjálparhönd en var stunginn, að því er virðist, að tilefnislausu. Hinn pilturinn var útskrifaður af spítala fljótlega eftir árásina.