Stefán Kristjánsson, stórmeistari í skák, er látinn, 35 ára að aldri.
Stefán fæddist 8. desember 1982. Hann byrjaði að tefla skák 11 ára gamall fyrir skáklið Melaskóla og varð fljótlega einn efnilegasti skákmaður landsins. Hann sigraði á fjölmörgum barna- og unglingamótum og varð einn sigursælasti skákmaður landsins á Íslandsmóti skákfélaga.
Stefán var níu sinnum í skáklandsliði Íslands á ólympíumótum, fyrst árið 2000 í Istanbul. Hann tefldi að auki á mörgum stórmótum hér heima og erlendis. Hann varð alþjóðlegur meistari 2002, skákmeistari Reykjavíkur 2002 og 2006, hlaut fyrsta stórmeistaraáfangann 2006 og varð stórmeistari í skák árið 2011.
Stefán lætur eftir sig einn son.