Eitthvað sem fólk mátti kannski vita

Áslaug Arna Sigurjörnsdóttir, formaður utanríkisnefndar. Hún segir stjórnvöld og aðra …
Áslaug Arna Sigurjörnsdóttir, formaður utanríkisnefndar. Hún segir stjórnvöld og aðra vera sammála um að vilja gera betur, bæta úr og breyta bæði verklagi og reglugerðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Niðurstaða fund­ar­ins að okk­ar mati er að eng­ir alþjóðasamn­ing­ar hafi aug­ljós­lega verið brotn­ir, en að þetta sé þó eitt­hvað sem fólk hefði kannski mátt vita,“ seg­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, formaður ut­an­rík­is­nefnd­ar. Ut­an­rík­is­nefnd og sam­göngu- og um­hverf­is­nefnd fengu Þórólf Árna­son, for­stjóra Sam­göngu­stofu og Sig­urð Inga Jó­hanns­son sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðherra á sinn fund í morg­un vegna vopna­flutn­inga Air Atlanta flug­fé­lags­ins.

Áslaug Arna seg­ir stjórn­völd og aðra vera sam­mála um að vilja gera bet­ur, bæta úr og breyta bæði verklagi og reglu­gerðum.

„Það var farið yfir málið með sam­gönguráðuneyt­inu, ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu og Sam­göngu­stofu. Niðurstaða fund­ar­ins að okk­ar mati er að eng­ir alþjóðasamn­ing­ar hafi aug­ljós­lega verið brotn­ir, en að þetta sé þó eitt­hvað sem fólk hefði kannski mátt vita,“ seg­ir hún.

Nefnd­irn­ar hafi fengið mjög skýr svör frá bæði sam­gönguráðherra og for­stjóra Sam­göngu­stofu. „Hvernig verklag hef­ur verið, hvernig þessu hef­ur verið háttað í gegn­um tíðina og hvernig þeir huga að því að gera bet­ur og breyta,“ seg­ir hún.

Telj­um að við eig­um að gera bet­ur

Spurð hvort að þörf sé á laga­breyt­ing­um seg­ist Áslaug Arna telja að svo sé ekki. „Það er frek­ar þörf á breyt­ing­um á verk­ferl­um og reglu­gerðum okk­ar og hvernig við vilj­um hátta þess­um mál­um.“

Þó að vopna­flutn­ing­ar og jafn­vel -sala til Sádí-Ar­ab­íu tíðkist í ná­granna­lönd­un­um, m.a. sum­um Norður­land­anna, „þá telj­um við að við ætt­um að gera mun bet­ur en svo að leyfa þetta.“

Smári McCart­hy, þingmaður Pírata og einn nefnd­ar­manna í ut­an­rík­is­nefnd, greindi frá því á Rás 2 í morg­un að hann hafi vitað af vopna­flutn­ing­um ís­lenskra fyr­ir­tækja í þrjú ár. Sagðist hann m.a. hafa und­ir hönd­um farmbréf sem teng­ist flugi með ís­lensku flug­fé­lagi þar sem m.a. voru fleiri þúsund jarðsprengj­ur. Áslaug Arna seg­ir þetta ekki hafa verið rætt á fund­in­um í morg­un, en að Smári hafi nefnt þetta á fyrri fundi ut­an­rík­is­nefnd­ar um vopna­flutn­ing­ana.

„Síðan eru vopna­flutn­ing­ar ekki alltaf það sama og vopna­flutn­ing­ar,“ bæt­ir hún við og nefn­ir sem dæmi vopna­flutn­inga til hjálp­ar­sveita og friðargæsluliða. „Það er ekki það sama og til hryðju­verka­manna gegn óbreytt­um borg­ur­um.“ Kveðst Áslaug Arna ekki telja ástæðu fyr­ir ut­an­rík­is­nefnd að funda með flug­fé­lög­un­um að svo stöddu máli.

Hún seg­ir nefnd­irn­ar telja sig hafa fengið góðar upp­lýs­ing­ar og að þær muni fá fleiri gögn og yf­ir­lit frá ráðuneyt­un­um til að skoða mál­in áfram. „Svo mun­um við fylgja eft­ir breyttu verklagi. Síðan mun sam­göngu­nefnd lík­lega heyra frá sam­gönguráðherra um það hvernig hann hyggst breyta þessu, því að ráðuneytið vill koma nær ákv­arðana­tök­unni og að það sé reglu­bundið,“ seg­ir Áslaug Arna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert