Ekki Samgöngustofu að skoða ástandið

Samgöngustofa segir Air Atlanta hafa starfað í Saudi-Arabíu í áratugi …
Samgöngustofa segir Air Atlanta hafa starfað í Saudi-Arabíu í áratugi og sinnt flutningum á fólki og farmi, án þess að athugasemdir hafi verið gerðar eða leiðbeiningar umfram reglugerð borist.

Eng­in til­mæli hafa borist Sam­göngu­stofu um sér­staka skoðun á þróun eða ástandi í til­tekn­um heims­hlut­um, í tengsl­um við leyf­is­veit­ing­ar til vopna­flutn­ings að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu sem stofn­un­in sendi frá sér nú í morg­un. Það sé enda ekki hlut­verk stofn­un­ar um sam­göngu­ör­yggi að leggja slíkt póli­tískt mat.

Seg­ir stofn­un­in Air Atlanta hafa starfað í Saudi-Ar­ab­íu í ára­tugi og sinnt flutn­ing­um á fólki og farmi, án þess að at­huga­semd­ir hafi verið gerðar eða leiðbein­ing­ar um­fram reglu­gerð borist.

„Sam­göngu­stofu ber­ast reglu­lega upp­lýs­ing­ar sem varða flu­gör­yggi frá Flu­gör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu um átaka­svæði (Con­flict Zo­nes) en Saudi-Ar­ab­ía hef­ur ekki verið á þeim lista. Saudi-Ar­ab­ía hef­ur ekki verið flokkuð sem viðkvæmt átaka­svæði svo Sam­göngu­stofu sé kunn­ugt um né er á lista um ríki þar sem þving­un­ar­ráðstöf­un­um Sam­einuðu þjóðanna er beitt,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Um flutn­ing á her­gögn­um með loft­för­um gildi lög og regl­ur um loft­ferðir, en á grund­velli alþjóðareglna sé óheim­ilt að flytja her­gögn um loft­rými rík­is án heim­ild­ar viðkom­andi rík­is. „Þannig þarf samþykki frá ríkj­um sem her­gögn eru send frá og til auk þess sem öll ríki sem flogið er yfir þurfa að veita heim­ild.“

Sam­göngu­stofa veiti leyfi til flutn­ings her­gagna með borg­ara­leg­um loft­för­um og for­send­ur þeirra leyf­is­veit­inga sé að stuðla að flu­gör­yggi með eft­ir­liti sam­kvæmt alþjóðleg­um kröf­um. Þessu tengdu komi til skoðunar ýms­ir þætt­ir, einkum flugrekstr­ar­leyfi og flugrek­enda­skír­teini, t.d. varðandi leyfi til flugrekst­urs á til­tekn­um svæðum, kröf­ur um sér­stak­an búnað, verklags­regl­ur fyr­ir flutn­ing á hættu­leg­um varn­ingi o.fl.

Þá kem­ur fram í yf­ir­lýs­ing­unni að vinna við end­ur­skoðun reglu­gerðar um loft­ferðar flutn­inga hafi haf­ist í árs­lok 2017 og standi nú yfir und­ir stjórn sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is­ins. En sé horft til annarra Norður­landa sjá­ist að t.d. stjórn­völd í Svíþjóð, Nor­egi og Finn­landi hafa und­an­farið litið til end­ur­skoðunar á sín­um regl­um um út­flutn­ing á hernaðargögn­um til ríkja eins Saudi Ar­ab­íu, Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­anna og Jemen.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert