Þóra Guðmundsdóttir, sem stofnaði flugfélagið Atlanta ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Arngrími Jóhannssyni, segir Air Atlanta ekki hafa verið stofnað til að flytja vopn. Það sé alveg á hreinu.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu Þóru og vekur Egill Helgason athygli á færslu Þóru í Silfri Egils á Pressunni, en færsla Þóru er ekki opin.
„Það er alveg á hreinu að Air Atlanta var ekki stofnað 1986 til að flytja vopn.
Ömurlegt að lesa þessar fréttir,“ segir í færslu Þóru. „Vil benda á samkvæmt fréttum að Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta án athugasemda.
Leiðir huga minn að hversu löskuð stjórnsýslan er á Íslandi.“